Samantekt og vinnuferlið
Vinnuferli okkar hófst með kynningu á verkefninu og fengum við að vita hver leiðsagnakennari okkar væri, sem svo heppilega var Linda. Við byrjuðum verkefnið á því að skrifa niður hugmyndir og ákváðum að kynna það með glærukynningu og myndbandi. Okkur var skylt að gera vefsíðu en ásamt því langaði okkur einnig að gera ferilbók. Fyrstu dagana unnum við mikið og markvisst og komumst við því langt með verkefnið. Þegar fór að líða á vinnuferlið urðu dagarnir mun rólegri þar sem að við vorum að bíða eftir svörum frá þeim sem við vildum taka viðtal við og tafði það okkur mjög. Um leið og við fengum svörin fór vinnan að ganga mun betur á ný, við kláruðum glærurnar, vefsíðuna og báðar bækurnar, ferilbókina og vinnumöppuna.
Við tókum tvö viðtöl sem bæði voru rafræn þar sem að ekki væri æskilegt að hittast í persónu vegna þess ástands sem þá ríkti. Viðtölin gengu bæði mjög vel og fengum við mjög góð, einföld og skýr svör frá þeim. Fyrra viðtalið var við Jennu Huld, sérfræðing hjá krabbameinsfélaginu á fræðslu- og forvarnasviði og var seinna viðtalið við Sigrúnu Elvu, húðsjúkdómalækni hjá Húðlæknastöðinni.
Hægt er að telja upp mun fleiri galla en kosti um ljósabekki. Okkur finnst sú staðreynd segja allt það sem segja þarf um þá. Þeir eru skaðlegir fyrir húðina þó það ekki komi fram alveg strax og geta þeir sömuleiðis ollið slæmum augnskaða. Einfalda svarið er að ekki sé þess virði að fara í ljós og eru Þórólfur, Jenna Huld, Sigrún Elva og aðrir vel menntaðir sérfræðingar mjög sammála okkur.
Við lærðum án efa mjög margt af þessu vinnuferli. Við lærðum bæði um ljósabekki og hvernig vinna á í hópum. Hvernig finna skal upplýsingar á netinu og búa til vefsíðu. Þetta var mjög lærdómsríkt og eflandi verkefni sem við erum vissar um að mun hjálpa okkur í framtíðinni. Takk fyrir okkur.