top of page
Search

Viðtöl

  • Writer: Valgerður Gríma Sigurjónsdóttir
    Valgerður Gríma Sigurjónsdóttir
  • May 16, 2021
  • 2 min read

Updated: May 30, 2021

Við tókum viðtal við hana Sigrúnu Elvu Einarsdóttur en hún er krabbameinssérfræðingur hjá krabbameinsfélaginu og vinnur á fræðslu-og forvarnarsviði.

ree

.

1. Eru til einhverjar tölur um það hversu mörg prósent þeirra sem greinast með húðkrabbamein eru einstaklingar sem fara mikið í ljós?

Við erum ekki með tölur sem sýna þetta beint svona eins og þú ert að spyrja um en fyrir nokkrum áratugum varð hérna á Íslandi mikil aukning á því að fólk færi til sólarlanda (og fór þá oft óvarlega í sólinni og sinnti ekki sólarvörnum ) og nokkru seinna varð svo samhliða ljósabekkjanotkun mjög algeng.

Í kjölfarið á þessu fóru að greinast sífellt fleiri tilfelli húðkrabbameina.

Seinna varð fólk meðvitaðra um að mikilvægt væri að sinna sólvörnum og að notkun ljósabekkja væri skaðleg og sérstaklega slæm fyrir börn og unglinga (börn og unglingar eru með viðkvæmari húð en fullorðnir). Ýmsar reglur voru þá settar um ljósabekkjastofur og m.a. voru settar reglur árið 2011 sem banna að börn undir 18 ára noti ljósabekki.

Samkvæmt flokkun Alþjóðakrabbameinsrannsóknastofnunarinnar (IARC) sem starfar undir Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO, world health organization) tilheyra ljósabekkir flokki 1, en í honum eru staðfestir krabbameinsvaldar. Þessi flokkun byggir á víðtækum rannsóknum.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni áætlar að á hverju ári orsaki ljósabekkjanotkun 450.000 húðkrabbamein önnur en sortuæxli og 10.000 sortuæxli í Bandaríkjunum, Ástralíu og Evrópu.

2. Eru einhver önnur krabbamein en húðkrabbamein sem ljósabekkir/útfjólubláu geislarnir hækka líkurnar á að fá?

Ljósabekkir auka líkurnar bæði á sortuæxlum sem eru alvarlegasta gerð húðkrabbameina en einnig öðrum tegundum húðkrabbameina.


Alveg neðst í þessu efni eru tölur um ýmislegt varðandi þessi mein, t.d. hve margir fá þessar tegundir meina hérlendis og hvað margir deyja árlega ofl. Þegar þið smellið á hnapp þar sem á stendur ,,Nýgengi, dánartíðni og lifun. Það koma upplýsingar um þróun yfir tíma fram í svona línuritum:

Svo má nefna að önnur neikvæð áhrif af völdum ljósabekkjanotkunar fyrir utan aukna hættu á húðkrabbameinum er að geislunin getur valdið skaða þannig að húðin eldist fyrr, t.d. hvað varðar hrukkumyndun.

Geislun frá ljósabekkjum getur einnig verið skaðlegar fyrir augun ef þau eru ekki vel varin.

3. Finnst þér að það ættu að vera strangari lög í tengsl við notkun ljósabekkja?

Ég tel að best væri að ljósabekkir væru yfirhöfuð bannaðir nema hugsanlega til að nota í lækningaskyni og sú notkun væri alltaf fyrirskipuð af lækni og undir eftirliti læknis.

4. Er eitthvað sem þú vilt bæta við?

Gott er að minna á að það er líka mikilvægt að fara varlega í sólinni, 9 af hverjum 10 sortuæxlum eru talin vera af völdum þess að fólk annaðhvort fari óvarlega í sólinni eða noti ljósabekki. Hér er ýmislegt fróðlegt um sólarvarnir: https://www.krabb.is/fraedsla-forvarnir/heilsan-min-mitt-lif/solvarnir/

5. Getur þú bent okkur á einhverjar vefsíður eða lesefni sem

Hér er ýmislegt sem þið getið vonandi nýtt ykkur, sumt á ensku:

Af fræðslusíðu Krabbameinsfélagsins, krabb.is um sól og útfjólubláa geisla:


Frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO):

Frá Geislavörnum ríkisins 2019 um sameiginlega yfirlýsingu norrænna geislavarnarstofnana ,,Ekki nota ljósabekki“:


Frá Geislavörnum ríkisins 2019, glærusýning (á ensku), sumt getur verið áhugavert fyrir ykkur, t.d. nokkur línurit: https://gr.is/wp-content/uploads/2019/10/Sunbed-use-in-Iceland_ELG_presentation.pdf


Frétt á vef Krabbameinsfélagsins frá 2018 :



 
 
 

Comments


Subscribe here to get my latest posts

Thanks for submitting!

© 2023 by The Book Lover. Proudly created with Wix.com

  • Facebook
  • Twitter
bottom of page