Sortuæxli vegna ljósabekkjanotkunar
- Valgerður Gríma Sigurjónsdóttir
- May 16, 2021
- 1 min read
Updated: May 30, 2021
Ein alvarlegasta tegund húðkrabbameins kallast sortuæxli. Það getur myndast alls staðar á líkamanum og er því mikilvægt að fólk sé duglegt að fylgjast með líkamanum sínum ef maður finnur fyrir þeim einkennum sem sortuæxli geta haft í för með sér.

Tíðni húðkrabbameins hefur aukist verulega hjá ungum konum á undanförnum árum og er talið að það sé vegna útfjólubláu geislanna sem eru í ljósunum þar sem geta valdið húðkrabbameini og miklum skaða í húðinni. Þrátt fyrir það að tíðni húðkrabbameins hafi aukist verulega hefur notkun ljósabekkja minnkað mjög síðastliðin ár.
Dæmi um einkenni eru kláði, sár og ef fleiri en einn litur eru í fæðingablettum húðarinnar sem og ef einstaklingur hefur breyst að einhverju leyti, þá um lögun eða lit.
Þeir áhættuþættir sem geta aukið líkur sortuæxla er húð sem hefur brunnið mikið í annaðhvort sól eða ljósabekkjum og þá sérstaklega hjá einstaklingum yngri en 18 ára. Það getur sömuleiðis haft mikil áhrif ef einstaklingur hefur marga eða óreglulega fæðingarbletti og ef náinn ættingi hans hefur greinst með sortuæxli.
Þar sem sortuæxli eru orðin frekar algeng hafa læknar og vísindamenn fundið árangursríkar meðferðir sem í lang flestum tilvikum eru skurðaðgerðir svo minni líkur séu á að æxlisfrumurnar dreifi sér. Einnig hafa ákveðin krabbameinslyf, geislanir og ónæmismeðferðir verið notaðar og nýlega hafa komið fram lyf sem innihalda ákveðna stökkbreytingu, BRAF-hemla og mótefni sem saman eiga að vinna gegn sortuæxlum.
Comments