Kostir og gallar ljósabekkja
- Valgerður Gríma Sigurjónsdóttir
- May 17, 2021
- 1 min read
Updated: May 30, 2021
Kostir og gallar ljósabekkja eru margir en sem dæmi um ókost má helst nefna hve líkurnar aukast mikið á húðkrabbameini og öðrum húðsjúkdómum.

Ljósabekkir hjálpa þó líkamanum við framleiðslu á D vítamíni og öðrum hollum olíum. Þeir halda jafnvægi í hormónum í líkamanum, verkir minnka og bæði sjálfstraust og orka líkamans aukast. Margir neytendur ljósabekkja komast við það í betra skap og verða jafnvel hamingjusamara. Ljósin hjálpa einnig fólki við þyngdartap, psoriasis og dregur úr sjáanleika á slitum, örum og gulu.
Rannsóknir sýna að þeir sem hafa farið í ljós að minnsta kosti einu sinni eru í 20% meiri hættu að fá sortuæxli en þeir sem hafa aldrei farið.
Ljósin hafa verulega slæm áhrif á húðina þar sem teygjanleiki hennar dvínar sem eykur hrukkumyndun. Ljósin geta sömuleiðis skaðað augun og er ráðlagt að nota hlífðargleraugu sem eru í boði hjá sólbaðsstofunum en samkvæmt könnun sem við lögðum fyrir þá nota fáir slík gleraugu. Þó svo að ljósabekkir hafi auðvitað mikil áhrif á bæði líkamann og húðina geta þeir sömuleiðis haft mikil áhrif á andlega hlið okkar sem síðar getur þróast út í fíkn.
Comments