top of page
Search

Viðtal

  • Writer: Valgerður Gríma Sigurjónsdóttir
    Valgerður Gríma Sigurjónsdóttir
  • May 28, 2021
  • 2 min read

Updated: May 30, 2021

Við tókum viðtal við Jennu Huld Eysteinsdóttur en hún er húðsjúkdómalæknir hjá Læknastöðinni.

ree

1.Hverjar geta verið afleiðingar þess að fara í ljós?


Að fara í ljós eykur áhættuna á húðkrabbameinum yfir lífsleiðina verulega mikið og þá sérstaklega sortuæxlum sem er tegund af húðkrabbameini sem getur dregið ungt fólk til dauða. Einnig ýtirðu verulega á ótímabæra öldrun húðarinnar þar sem geislarnir brjóta verulega niður kollagen húðarinnar. Afleiðingin er djúpar hrukkur, línur og litabreytingar í húðinni.


2. Hver er munurinn á ljósabekkjum sem almenningur fer í til þess að verða brúnn og ljósabekkjum sem læknar vísa í (eins og fyrir psoriasis)


Ljós sem eru notuð til lækninga eru yfirleitt B geislar eða UVB geislar. Þeir eru ekki eins skaðlegir og A geislar sem eru oftast þeir sem eru notaði í ljósabekkjum þar sem þeir gera húðina brúna. B geislarnir geta vissulega aukið áhættu á húðkrabbameinum en hafa ekki sterk tengsl við aukna áhættu á sortuæxlum, það eru A geislarnir. Einnig þegar ljós eru notuð til lækninga er skammtinum stýrt mjög vandlega til að brenna ekki húðina.


3. Er verra að fara í ljós en í sólbað?


Í rauninni ekkert mikið verra en hættan við ljósabekki er að í ljósabekkjum er oft búið að taka út B geisla sólarinnar (UVB geislana) sem að brennir okkur yfirleitt þegar við erum úti í sólinni og segir okkur þá að nú sé komið nóg og við ættum að setjast í skuggann. Ljósabekkir eru oft einungis með A geislana sem fara dýpra í húðina og ef þeir brenna okkur þá hefur orðið mun meiri skaði og bruni heldur en af B geislunum.


4. Finnst þér að það ættu að vera harðari lög um ljósabekkjanotkun?


Mér finnst að það ætti að banna ljósabekki alfarið. Leiðir ekki til neins góðs, eykur bara áhættu á húðkrabbameinum.


5. Er eitthvað sem þú vilt bæta við?


Ekki fara í ljós, alls ekki þess virði.


6. Getur þú bent okkur á einhverja vefsíðu eða lesefni sem við gætum notað í tengslum við verkefnið?


og inn á vefsíðu krabbameinsfélags íslands.



 
 
 

Comments


Subscribe here to get my latest posts

Thanks for submitting!

© 2023 by The Book Lover. Proudly created with Wix.com

  • Facebook
  • Twitter
bottom of page