Notkun milli landa
- Valgerður Gríma Sigurjónsdóttir
- May 17, 2021
- 1 min read
Updated: May 30, 2021
Margt fólk um allan heim fer einhvern tímann á lífstíð sinni í ljósabekki þrátt fyrir að það viti hættur ljósabekkjanna.

Í Belgíu fara um 26.5% íbúa í ljós og er það fjölmennasta ríkið í heiminum sem fer í ljós. Á eftir Belgíu í röðinni er Danmörk og eru um 24.2% íbúa sem fara þar í ljós.
Á Íslandi fara um 10% fullorðinna landsmanna í ljós, en dregið hefur verulega úr þeirri eftirspurn undanfarinn áratug. Könnunin sýnir einnig að rúmlega 15% íslenskra stúlkna á aldrinum 12-17 ára fara í ljós.
Ljósabekkir hafa verið til á Íslandi í langan tíma og var notkun þeirra lang mest árið 1988, en þá vissi fólk ekki um allar þær hættur sem fylgdi notkun þeirra. Sem betur fer vita flestir landsmenn hættu þeirra nú í dag og fer því mun færra fólk á ljósastofur.
Comments